Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: 'O Danmörk mín góða

sunnudagur, janúar 30, 2005

'O Danmörk mín góða

'Eg vissi ekki að ég væri svona slappur bloggari. 'Eg er þvílíkt búin að bölva þessu tölvu drasli en fattaði það fyrst núna að ég var alltaf á vitlausum stað, skrifandi á fullu og allt ónýtt..

Heitustu fréttirnar eru þær að við erum að stefna á System of a down tónleika í Kaupmannahöfn, 19. júní. 'Eg ætla samt að reyna að vera ekki eins tónleika-óð og á íslandinu góða. Annars fer illa fyrir öllum ferðalagaáformum okkar. Sem eru ekki litlar.

Enn er ég að fíla mig eins og túristi, búin að vera hér í 19 daga. Þetta hlýtur að fara að koma alltsaman. En viti menn, ég er ekkert búin að fara í verslunarleiðangur í bæinn. 'Eg bara nenni því ekki og hef margt betra við tímann að gera. Til dæmis fer slatti af honum í að gera ekki neitt..

'I gær voru tónleikar á Optimistanum með Afrískum gaur sem spilar á strengjahljóðfæri sem ég man hreint ekki hvað heitir. Svo var hlaðborð með "Afrískum innblæstri" að hætti Emblu galdrakonu.