Gleði og ógleði
Ekki eru alltaf jafn skemmtilegar fréttir. Enda væri ekkert skemmtilegt ef aldrei væri leiðinlegt. En trukkurinn okkar fagri er bilaður og Siggi hálfur ofaní vélarhlíf. Sennilega eitthvað ventladóterí sem ég hef reyndar ekkert vit á.
'Eg er samt búin að vera mikið glöð síðan í gærkvöldi. Embla gaf mér æææðislegar buxur úr appelsínugulri ull frá Perú. Þær eru svo mikið appelsínugular að ég hef gefið þeim nafnið "gleðibuxurnar". Frumlegt og flott. 'Eg fór í þeim í bæinn í dag og var á svipinn eins og Herra Sæll. Ef ég væri eins klár í heimasíðu stússi og Bjöggi myndi ég skvetta eins og einum broskarli hér.. En svo gott er það ekki.
'I dag keypti ég meira að segja fyrstu flíkina síðan ég kom hingað og voru það ECCO inniskór handa Krumma. Hann er svo ánægður með þá, að ég þurfti að beyta brellibrögðum til að fá hann úr þeim þegar hann átti að fara í rúmið.
Við erum ekki ennþá flutt í nýju híbýlin. Það reynist flóknara en andskotinn að byggja stromp. Eða allavega að fá rétt efni og að fara eftir öllum lögum og reglum. Við erum samt búin að viða að okkur flest öllu efninu og vonumst til klára þetta á morgun. Eins og þetta virðist vera einfalt allt.
Siggi var að segja mér frá gaur sem býr í þessum garði. Hann og sleðahundurinn hans búa þarna allt árið og eru ekki með neina kyndingu. Þetta er nagli í lagi. Eða bara vitlaus. Gott samt fyrir hundinn sem á rætur sínar að rekja til Grænlands og á örugglega ekki eftir að kvarta mikið undan kulda.
'Eg er samt búin að vera mikið glöð síðan í gærkvöldi. Embla gaf mér æææðislegar buxur úr appelsínugulri ull frá Perú. Þær eru svo mikið appelsínugular að ég hef gefið þeim nafnið "gleðibuxurnar". Frumlegt og flott. 'Eg fór í þeim í bæinn í dag og var á svipinn eins og Herra Sæll. Ef ég væri eins klár í heimasíðu stússi og Bjöggi myndi ég skvetta eins og einum broskarli hér.. En svo gott er það ekki.
'I dag keypti ég meira að segja fyrstu flíkina síðan ég kom hingað og voru það ECCO inniskór handa Krumma. Hann er svo ánægður með þá, að ég þurfti að beyta brellibrögðum til að fá hann úr þeim þegar hann átti að fara í rúmið.
Við erum ekki ennþá flutt í nýju híbýlin. Það reynist flóknara en andskotinn að byggja stromp. Eða allavega að fá rétt efni og að fara eftir öllum lögum og reglum. Við erum samt búin að viða að okkur flest öllu efninu og vonumst til klára þetta á morgun. Eins og þetta virðist vera einfalt allt.
Siggi var að segja mér frá gaur sem býr í þessum garði. Hann og sleðahundurinn hans búa þarna allt árið og eru ekki með neina kyndingu. Þetta er nagli í lagi. Eða bara vitlaus. Gott samt fyrir hundinn sem á rætur sínar að rekja til Grænlands og á örugglega ekki eftir að kvarta mikið undan kulda.