Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Innflutningur

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Innflutningur

Við fluttum í litla húsið okkar í gær. Siggi er búinn að vera ægilega duglegur að græja allt fyrir okkur. Við erum með geymsluloft yfir öllu húsinu og þar fannst risastórt bíflugnabú. Siggi fékk sér svartan ruslapoka og kippti því hetjulega í burtu. 'Eg hefði bara dáið þetta sumar ef hann hefði ekki fundið það.

Þvílík gleði að gista fyrstu nóttina. Hljóðfærin og bjórinn voru tekin með, söngkonu einni boðið í heimsókn og trallað fram á nótt með munninn fullan af appolo lakkrís sem hún mamma mín sendi okkur.. Takk fyrir það.

'Eg verð að viðurkenna að ég verð örugglega lengi að venjast vatnsleysinu. Við höfum það auðvitað í allskyns brúsum og döllum en það er samt skrýtið að geta ekki skrúfað frá krana. Það hefur verið svo sjálfsagður hlutur, hingað til.

Hér á Fjóni er mikill vatnsskortur og ég var að heyra að menn geti fengið sekt ef þeir eru gómaðir við að vökva garðinn sinn. 'Eg veit ekki hvort það sé eitthvað smá tímabil á ári eða alltaf. Kemur allt í ljós. Hér eru heldur engin bílaþvottaplön, bara svona sjálfvirkar vélar sem keyrt er í gegnum.

Já, margt er skrítið í útlöndum.