Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: 'A þorrablót við förum...

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

'A þorrablót við förum...

Þar næstu helgi ætlum við Embla að smella okkur á þorrablót íslendingafélagsins, hér í Odense. Þar ætlast ég til að hitta fyrir allt þetta fólk sem ég á að þekkja hérna. Þetta er víst eini viðburðurinn á vegum þessa félags sem er vel sóttur. Og vonandi vettvangur hressilegra íslendinga sem eiga það jafnvel til að fá sér aðeins of mikið að drekka og enda svo allir á trúnaðarskeiðinu. 'Eg finn það alveg á mér að einhver sem hefur fengið sér aðeins of mikinn hákarl eigi eftir að góma mig í langar samræður um það hvað heimþrá snýst. Og fyrir kurteisina eina er ekki löngu liðið yfir mig. Rosalega held ég að verði mikið fjör.
Ekki má gleyma bandi kvöldsins, 'A móti sól. Þeir voru í fyrra líka og var víst stuuuð. Þeir sem vilja hafa samband við hljómsveitina dáðu, er bent á heimasíðu þeirra sem eflaust er hægt að finna á leitpúnkturis.