Skransalar eru vinir okkar
Hér er ég komin í land notaðs innbús. Allt er hægt að finna, annaðhvort mjög ódyrt eða hreinlega gefins. Hér er til dæmis hægt að fá áberandi mikið til af notuðum öskubökkum, flestir fagurlega skreyttir með hafmeyjunni snoppufríðu. Sem við höfum reyndar ekkert barist fyrir að eignast. Mér finnst betra að eiga ekki mjög mikil verðmæti. Eins og sést hefur vel á okkar væna ökukosti. 'Odýrt, öruggt, gamalt og gott. Og er er ekki að kvarta. Þetta miklu notalegra svona.
Við erum búin að vera í skranleiðangri í dag. Uppúr krafsinu kom flottur skápur á 3600 íslkr. og stór handsnúin borvél handa Sigga. Við höfum lagt á ráðin um að fara á einn staðinn á morgun, ef það er opið, og kaupa risastóra, rauða og munstraða gólfmottu. Við verðum að hafa hraðar handur en vel á að takast..
Við erum búin að vera í skranleiðangri í dag. Uppúr krafsinu kom flottur skápur á 3600 íslkr. og stór handsnúin borvél handa Sigga. Við höfum lagt á ráðin um að fara á einn staðinn á morgun, ef það er opið, og kaupa risastóra, rauða og munstraða gólfmottu. Við verðum að hafa hraðar handur en vel á að takast..