Summertimeblues
'Eg hélt að sumarið væri komið (eða allavega vorið). Skyndilega fattaði ég að það væri rétt kominn febrúar sem tvenna fjórtán ber og allir í kringum mig voru með húfu, trefil og vettlinga. 'Eg hraðaði mér aftur í jakkann og hélt áfram göngu minni í búðina. Var í sendiferð fyrir Bjarka á Optimisten, hann var að verða mjólkurlaus. Það er alveg merkilegt hvað danskar búðarferðir verða alltaf langar. Þetta er samt allt að koma. 'Eg var ekki búin að taka það með í reikninginn að maður yrði að læra algjörlega uppá nýtt á vörutegundirnar. Búin að kaupa ófá óæt jógúrtin og ostana. Fyrstu dagana borðuðum við eginlega bara brauð með skrýtnu áleggi. En hér er enginn eitraður mysingur...
'Eg er afar stolt af afrekum gærdagsins. 'Eg bakaði hina massívu súkkulaðiköku Optimistans á eigin spýtur, nánast án leiðbeininga. Eða ég reyndar hringdi 3x í Emblu og kunni ekki við að hringja í fjórða skiptið. Mér hefur alltaf langað til að baka kaffihúsa köku, því þær eru svo stórar og með svo miklu súkkulaðiiii.
'Eg er afar stolt af afrekum gærdagsins. 'Eg bakaði hina massívu súkkulaðiköku Optimistans á eigin spýtur, nánast án leiðbeininga. Eða ég reyndar hringdi 3x í Emblu og kunni ekki við að hringja í fjórða skiptið. Mér hefur alltaf langað til að baka kaffihúsa köku, því þær eru svo stórar og með svo miklu súkkulaðiiii.