Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Við erum að fara á fund í kvöld. Aðalfund Söndergaard have, sem við búum í. Við erum mjög spennt vegna þess að það er búið að lýsa þessum fundum fyrir okkur. Þetta er víst bara eins og sirkus. Fólk grípandi frammí og gjammandi. Meira að segja var hrópað í fyrra "hold op, Bjarne" að sjáfsögðu með ekta dönskum hreim. Og aumingja Bjarne var þá uppí pontu að kvarta undan einhverju.

'A síðasta aðalfundi átti eitthvað að spæla íbúa garðsins (sem búa þarna allt árið) og það var sagt við þau: "þið eruð bara berfættir indjánar". En það hafði þveröfug áhrif og íbúarnir voru bara mjög ánægðir að vera kallaðir það og þökkuðu pent. Þannig að okkur hlakkar mikið til í kvöld.