Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Baraðpæla

mánudagur, mars 21, 2005

Baraðpæla

McDonalds er að aulýsa einhvern nýjan hamborgara með "grillbragði" úúúh. Hvernig er þá bragðið af þessum gamla klassíska? Kannski bragðefna og litarefna bragð?

Það var gella úr krossinum í útvarpinu í gær. Hún sagði að ekkert gott væri í mannskepnunni. Hún hélt því fram að það væri guð sem gerði okkur góð. Aðspurð svaraði hún því að smábörn fæddust ekki góð, því að enginn þyrfti að kenna þeim að ljúga og stela.
Hún er ólétt og sagðist vera búinn að gefa guði barnið sitt.

Að hugsa sér hvað fólk getur verið eitthvað skrítið.