Bilaður ofn og afmæli í nánd
Þar sem afmæli Krumma nálgast óðum ákvað ég í gær að kaupa pakkaköku til að prufukeyra fína gasofninn okkar. Mér til mikils ama komst ég að því að hann er bilaður (vonandi bara bilaður). Eða kannski kunnum við bara ekki á hann. 'Eg sá að ég þyrfti greinilega að henda kökumixinu sem komið var í form og allt. Datt mér þá það snilldarráð í hug að klæða bara allt draslið í álpappír og skutla á eldinn ínní kamínunni. Til að gera langa sögu stutta var kakan hin fullkomnasta þó aðeins hafi þurft að skera burt slatta af bruna kögglum og þó að kökuformið gæti talist nær ónýtt. Strákarnir borða hana, mér finnst hún vond.
Undarlegi nábúi okkar gaf Krumma ævagamalt krokket sett í gær. Enda var sól og sumar og ekki kæmi það mér á óvart að hann hafi verið búinn að fá sér nokkra öllara.
Við vorum einmitt búin að vera að tala um að kaupa svona dót. Bara að hugsa nógu mikið um hlutina, þá gætu þeir gerst..
Undarlegi nábúi okkar gaf Krumma ævagamalt krokket sett í gær. Enda var sól og sumar og ekki kæmi það mér á óvart að hann hafi verið búinn að fá sér nokkra öllara.
Við vorum einmitt búin að vera að tala um að kaupa svona dót. Bara að hugsa nógu mikið um hlutina, þá gætu þeir gerst..