Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Allt að gerast

fimmtudagur, maí 19, 2005

Allt að gerast

Næsta laugardag er alveg brjál að gera hjá okkur. Okkur er boðið í "Trans Partý" hjá einum granna okkar í garðinum. Við hreinlega verðum að kíkja til að vita hvað verður á seiði. 'Eg veit ekki hvernig þetta fer fram en ég veit að það er búið að redda rosa græjum.

'A laugardaginn eru líka tónleikar með 22 Piste Pirko hér í Odense og ef ég man rétt á eurovision að vera sama kvöld. Læt það mæta afgangi.

'Eg er ekki búin. Það eru nebblega tónleikar með APOCALYPTICA í Köben, 24. maí og svo verða Slipknot, Papa Roach og Helmet saman með tónleika 14. júní.
Þetta er of mikið. Nú er bara að velja og hafna. Það þýðir ekkert að fara á alla tónleika eins og á 'Islandi..

Svo er auðvitað System Of A Down, 19. júní í Köben. Við förum þangað. Ójá.
Við keyptum diskinn þeirra, nýja - magnaður. Mjög melodiskur og flottur diskur. Kannski ekki eins pólitískur og fyrri diskar en samt fullur af ádeilu. 'Eg ætla nú ekki að fara að gefa stjörnur en mæli með honum.