Swwwissss, æ lov it..
Daginn eftir fórum við sem leið lá til Þýskalands, gistum hjá Siggu og Alex í Bæjaralandi. Lögðum svo af stað til Sviss með óhjákvæmilegu stoppi í Austurríki. Hitinn var svimandi (um 35 stig) og næstum ólíft. Það var í lagi á meðan bíllinn var á ferð en um leið og við stoppuðum var sem þremur ullarteppum og plastpoka hafi verið smeigt utanum okkur. 'Eg var ekki að höndla þetta og kúgaðist við vegarbrúnir. Nú hef ég ákveðið að athuga veðurspár áður en við leggjum íann næst.
Tilefni Sviss ferðarinnar var að kaupa tjald ofaná Land Roverinn. Sem við gerðum. Við lentum í peninga veseni og urðum að hafa samband við hann Dússa okkar. Hann reddaði málunum á örskotsstundu. Enda stimamjúkur með einsdæmum. Við gátum ekki tekið út peninga í Sviss og urðum því að millifæra. Mér finnst reyndar frekar fínt að hafa millifært peninga yfir á Svissneskann bankareikning. Leið svona eins og ég væri forrík.
Svo gistum við 1 nótt á Svissnesku tjaldstæði og brunuðum svo til Danmerkur. 'Eg svaf í aftursætinu á meðan Siggi skellti í sig orkudrykkjum á báða bóga og keyrði streit í marga klukkutíma. Vorum komin kl 6 um morguninn á leiðarenda. Maður á auðvitað ekki að vera að segja frá svona. Sænska trukkafélagið yrði alveg brjál.
Þegar þarna var komið við sögu voru aðeins 3 dagar í Roskilde. Við urðum að jafna okkur á keyrslunni, taka uppúr skúffunum (töskunum, hjá venjulegum ferðalöngum), þvo þvottinn okkar og pakka aftur niður. Við mundum eftir flestu en myndavélin og svefnpokinn sem Bjöggi átti að fá lánaðan gleymdust.
Framhald síðar..
Tilefni Sviss ferðarinnar var að kaupa tjald ofaná Land Roverinn. Sem við gerðum. Við lentum í peninga veseni og urðum að hafa samband við hann Dússa okkar. Hann reddaði málunum á örskotsstundu. Enda stimamjúkur með einsdæmum. Við gátum ekki tekið út peninga í Sviss og urðum því að millifæra. Mér finnst reyndar frekar fínt að hafa millifært peninga yfir á Svissneskann bankareikning. Leið svona eins og ég væri forrík.
Svo gistum við 1 nótt á Svissnesku tjaldstæði og brunuðum svo til Danmerkur. 'Eg svaf í aftursætinu á meðan Siggi skellti í sig orkudrykkjum á báða bóga og keyrði streit í marga klukkutíma. Vorum komin kl 6 um morguninn á leiðarenda. Maður á auðvitað ekki að vera að segja frá svona. Sænska trukkafélagið yrði alveg brjál.
Þegar þarna var komið við sögu voru aðeins 3 dagar í Roskilde. Við urðum að jafna okkur á keyrslunni, taka uppúr skúffunum (töskunum, hjá venjulegum ferðalöngum), þvo þvottinn okkar og pakka aftur niður. Við mundum eftir flestu en myndavélin og svefnpokinn sem Bjöggi átti að fá lánaðan gleymdust.
Framhald síðar..