Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: System í Svergie?

fimmtudagur, júlí 07, 2005

System í Svergie?

Við brunuðum til Jótlands, með Krumma í pössun til tengdó. Sóttum Guðrúnu, vinkonu okkar, á leiðinni til baka. 'Akváðum að hafa nægan tíma ef eitthvað skyldi nú koma uppá (við erum orðin svo þroskuð og lífsreynd, sjáiði til). Eins gott, þar sem við gleymdum miðunum okkar heima. Sem gerði svosem ekkert til því að tíminn var nógur. Komum við í Odense og brunuðum svo til Köben í mega stuði. Enginn vissi hvar Valby hallen var (tónleikastaðurinn) svo að Guðrún prentaði út leiðbeiningar af netinu. Siggi keyrði og keyrði og var alltaf að leita af afleggjara nr 6. Svo vorum við búin að keyra soldið lengi og Sigga fannst þetta greinilega eitthvað undarlegt og spurði hvort það væri örugglega afleggjari 6. Jú, það stóð á leiðbeiningunum svo að kauði keyrir áfram. 'Eg var að slappa af í aftursætinu, algerlega áhyggjulaus. Guðrun var eitthvað farin að dotta. Svo keyrðum við framhjá Kasturp flugvellinum og Guðrún var að grínast um að hún væri með kredit kortið og byði okkur bara til útlanda. Svo keyrðum við inní einhver göng. Sigga var ekki farið að lítast á blikuna. Meira svona: "Sjitt, ekki erum við á leið til Svíþjóðar? Kíkið á korið, hvernig er leiðin til Svíþjóðar??" Panic ástand myndaðist í gamla land rovernum. Svo vorum við komin á stóra brú og þá varð grunur okkar staðfestur. Við vorum á leið til Svergie. Panic ástandið breyttist í móðursýkislegan brandara. Reyndar er þetta alltsaman afar fyndið. Svona eftirá. En það var hvergi hægt að snúa við, hvorki í göngunum né á brúnni. Svo að yfir voum við neydd og urðum að borga næstum því 3.000 krónur, íslenskar. Við fengum bakaleiðina fría og urðum að sýna rukkurunum tónleikamiðana og vera komin aftur á brúnna innan 15 mínútna. Við pössuðum okkur á að tala enga dönsku svo við litum ekki alveg eins fáranlega út.

Þar sem við vorum svona fyrirhyggjusöm að leggja snemma af stað höfðum við nægan tíma til að finna Valby hallen og fá okkur að borða fyrir tónleikana.

Tónleikarnir voru annars alveg frábærir. Siggi var ekki yfir sig ánægður með sándið (enda er hann tónlistarmaður) en ég var ofsa glöð með það (enda ekki tónlistarmaður). Hver lét þau fleygu orð falla "ignorance is a blizz"?
Þeir trukkuðu prógrammið í gegn við mikla kátínu tónleikagesta sem varla fengu tækifæri á að klappa á milli laga. Slíkur var ofsinn.

'Eg hélt ég væri að fara í einhverja Egils höll en Valby hallen er á stærð við kaplakrika, með sætum í endann og allt. 'Eg var á besta stað í salnum, skvísaði mér á einhvern smá pall framan við mixerinn og sá allt sem gerðist. 'Agætis tilbreyting það.

Eftirá frétti ég að Einar Valur var á sömu tónleikum og hefði gjarnan viljað hitta hann.