Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Í dreifbýlið ég held

fimmtudagur, september 29, 2005

Í dreifbýlið ég held

Ég er á leið til Hvammstanga, enn og aftur. Dandsiball í Víðihlíð verður á laugardaginn. Ég veit ekki hvort ég fari. Var kannski að spá í að keyra ef ég fæ bíl og barnapössun. Ég þarf líka að halda áfram bílskúrstiltekt á Melaveginum og þarf því að vera ofurhress alla helgina. Auðvitað gæti ég bara stolið ungmennum eins og um síðustu helgi og látið þau bera þunga hluti. Takk fyrir burðinn strákar, þið stóðuð ykkur eins og hetjur.

Veturinn mikli sem margir áttu von á að væri skollinn á hefur eitthvað fengið bakþanka. Gott er það. En er eitthvað betra að hafa endalausa rigningu? Ég vil hafa mikinn snjó, ekkert slabb og svo bara sumar.

Loksins fékk ég Norrænu miðana í dag og það verður siglt (takið eftir stafsetningunni) 19. okt. Það verða 2 aðrir ferðalangar samferða okkur. Nóg verður um pláss - ef eitthvað verður opið. Við verðum allavega ekki andvaka vegna hrota og annarrar hávaðamengunar.