Hrakfarir á sunnudegi
Síðasta laugardag var ég að vinna á Þinghúsinu. Notaði ég tækifærið til að sníkja mér far í bæinn..
Vaknaði seint á sunnudeginum og hunskaðist útúr dyrum um kl. 5. Hringdi þá í farið góða sem var þá lagt af stað og mundi ekkert eftir sníkjum gærkvöldsins - var þar að auki með fullan bíl. Þá var úr vöndu að ráða. Frétti að sést hafi til ökutækis frænku minnar á norðurslóðum og hringt var í hana. Hún var komin í Borgarnes.
Þá var aðeins 1 eftir í stöðunni. Norðurleiðarútan. Ég þurfti að hringja 4 eða ´5 símtöl til að fá að vita nákvæmlega hvort rútan væri eða ekki. Það endaði með því að ég fór á netið til að fá endanlega staðfestingu. Þar sé ég að það kostaði 2900 kr - aðra leið. Mér var um og ó en ákvað að slá til. Enda ekkert annað í boði. Sem betur fór var ég með nógan pening, því þegar í rútuna var komið var verðið komið uppí 3500 kall. Ég greiddi umbeðna upphæð með vanþóknun en nennti ekki að rífast. Þetta var víst ekki bílstjóranum að kenna. Ferðin byrjaði rólega, fáir innanborðs og allt í gúddí. Eftir 20 mín ökuferð á þjóðvegi 1, var stoppað í Staðarskála AÐEINS Í 35 MÍN. Þar var ég að furða mig á þremur krökkum sem voru kolvitlausir. Aldrei var ég svona. Ég var að vona að þau væru á leið til Akureyrar. Svo heppin var ég ekki. Ekki nóg með það, heldur settust þau í sætin fyrir aftan mig. Þau voru með eitthvað tæki sem þau gátu tekið upp samtöl sín. Tækið spilaði svo hverja setninguna á fætur annarar. Vel yfir hávaðamörkum. Þau voru líka með snakk sem skrjáfaði vel í og svo var kjammsað með áfergju, beint í eyrun á mér. Þau sofnuðu loks í Baulu.
Með í för var líka einn undarlegur pési. Einhver bókaormur sem dreymdi sennilega um að verða skáld. Hann var langur og mjór, með gleraugu og ruglingslegt hár. Las langleiðina.
Annars voru sætin ágæt, með beltum og allt...
Vaknaði seint á sunnudeginum og hunskaðist útúr dyrum um kl. 5. Hringdi þá í farið góða sem var þá lagt af stað og mundi ekkert eftir sníkjum gærkvöldsins - var þar að auki með fullan bíl. Þá var úr vöndu að ráða. Frétti að sést hafi til ökutækis frænku minnar á norðurslóðum og hringt var í hana. Hún var komin í Borgarnes.
Þá var aðeins 1 eftir í stöðunni. Norðurleiðarútan. Ég þurfti að hringja 4 eða ´5 símtöl til að fá að vita nákvæmlega hvort rútan væri eða ekki. Það endaði með því að ég fór á netið til að fá endanlega staðfestingu. Þar sé ég að það kostaði 2900 kr - aðra leið. Mér var um og ó en ákvað að slá til. Enda ekkert annað í boði. Sem betur fór var ég með nógan pening, því þegar í rútuna var komið var verðið komið uppí 3500 kall. Ég greiddi umbeðna upphæð með vanþóknun en nennti ekki að rífast. Þetta var víst ekki bílstjóranum að kenna. Ferðin byrjaði rólega, fáir innanborðs og allt í gúddí. Eftir 20 mín ökuferð á þjóðvegi 1, var stoppað í Staðarskála AÐEINS Í 35 MÍN. Þar var ég að furða mig á þremur krökkum sem voru kolvitlausir. Aldrei var ég svona. Ég var að vona að þau væru á leið til Akureyrar. Svo heppin var ég ekki. Ekki nóg með það, heldur settust þau í sætin fyrir aftan mig. Þau voru með eitthvað tæki sem þau gátu tekið upp samtöl sín. Tækið spilaði svo hverja setninguna á fætur annarar. Vel yfir hávaðamörkum. Þau voru líka með snakk sem skrjáfaði vel í og svo var kjammsað með áfergju, beint í eyrun á mér. Þau sofnuðu loks í Baulu.
Með í för var líka einn undarlegur pési. Einhver bókaormur sem dreymdi sennilega um að verða skáld. Hann var langur og mjór, með gleraugu og ruglingslegt hár. Las langleiðina.
Annars voru sætin ágæt, með beltum og allt...