Hús, réttir, ball og partý
Húsið góða er afskrifað. En ekki samt áætlanir mínar um bygingaframkvæmdir. 'Eg kannaði lóðar-mál á Hvammstanga og þar er ekkert laust fyrir 2ja hæða hús. Þá er málið bara að finna eitthvað annað. 'Eg ætlaði að eyða þessari viku (sem er reyndar að verða hálfnuð) í að fara í þessi 5 einingarhúsafyrirtæki sem eru hér á landi, en er búin að vera að slugsa á Hvammstanga og ekkert gert..
Annars var fjör um helgina. 'Eg tók að mér það merkilega verkefni að keyra gangnamannafélagið, Brynjólf, úr réttunum. Fékk í hendur eldgamlan Land Rover Hrannars og í eftirdragi var hestakerra. Já, ég er með hálsríg og bakeymsl eftir það ævintýr. Það þurfti að stoppa í hvert skipti sem sást í hesta og fjör. 'Eg var komin heim kl 10 um kvöldið og hafði 2 tíma til baðfarar og að komast í ballfíling.
Ballið var meðalágætt en bandið, sem ég veit ekki enn hvað heitir, var rúmlega í meðallagi slappt.
Eftirpartýið var á rólegu nótunum en mjög fyndið. Partýhaldarinn stóð sig verulega illa í gítarspili, svo og gestir.
Annars var fjör um helgina. 'Eg tók að mér það merkilega verkefni að keyra gangnamannafélagið, Brynjólf, úr réttunum. Fékk í hendur eldgamlan Land Rover Hrannars og í eftirdragi var hestakerra. Já, ég er með hálsríg og bakeymsl eftir það ævintýr. Það þurfti að stoppa í hvert skipti sem sást í hesta og fjör. 'Eg var komin heim kl 10 um kvöldið og hafði 2 tíma til baðfarar og að komast í ballfíling.
Ballið var meðalágætt en bandið, sem ég veit ekki enn hvað heitir, var rúmlega í meðallagi slappt.
Eftirpartýið var á rólegu nótunum en mjög fyndið. Partýhaldarinn stóð sig verulega illa í gítarspili, svo og gestir.