Meiri hrakfarir
Líf mitt virðist vera stimplað af óförum um þessar mundir. Eins og flestir íslendingar vita nú, falla niður ferðir Norrænu til 10. des. 'Eg ætlaði að fara 20. okt - en kemst hvergi.
Ég fór niður á skrifstofu þeirra til að finna lausn á þessu máli. Þeir buðu vel. Ætluðu að senda okkur með flugi þegar við vildum og svo ætluðu þeir að senda bílinn með Eimskip. Borga allann kostnað, að sjálfsögðu.
Þar sem ég ætlaði svo hvort eð er að fara aftur til Íslands með bílinn, fékk ég þá snilldar hugmynd að senda Sigga með flugi í okt. og ég og Krummi færum með Norrænu fram og til baka í desember, frítt. Þessi hugmynd var samþykkt, þar sem þetta er ódýrara fyrir þá. Og ég þyrfti ekki að kaupa heimferðina.
Svo fór ég að skoða áætlunina fyrir desember. Og viti menn, ég verð komin til Dk 14. des og yrði þá að leggja af stað til baka (til ísl), annaðhvort 24. eða 31. des. Þ.e.a.s ef þessar ferðir verða farnar..
Þar sem svona er í pottinn búið, erum við að hugsa um að eyða jólunum í Prag eða Spáni. Hver veit. Og vera þá komin heim 10. janúar. Sem er hreint ekki svo gott ef ég verð komin með vinnu á Hvammstanga.
Splæsir einhver í tímavél?
Ég fór niður á skrifstofu þeirra til að finna lausn á þessu máli. Þeir buðu vel. Ætluðu að senda okkur með flugi þegar við vildum og svo ætluðu þeir að senda bílinn með Eimskip. Borga allann kostnað, að sjálfsögðu.
Þar sem ég ætlaði svo hvort eð er að fara aftur til Íslands með bílinn, fékk ég þá snilldar hugmynd að senda Sigga með flugi í okt. og ég og Krummi færum með Norrænu fram og til baka í desember, frítt. Þessi hugmynd var samþykkt, þar sem þetta er ódýrara fyrir þá. Og ég þyrfti ekki að kaupa heimferðina.
Svo fór ég að skoða áætlunina fyrir desember. Og viti menn, ég verð komin til Dk 14. des og yrði þá að leggja af stað til baka (til ísl), annaðhvort 24. eða 31. des. Þ.e.a.s ef þessar ferðir verða farnar..
Þar sem svona er í pottinn búið, erum við að hugsa um að eyða jólunum í Prag eða Spáni. Hver veit. Og vera þá komin heim 10. janúar. Sem er hreint ekki svo gott ef ég verð komin með vinnu á Hvammstanga.
Splæsir einhver í tímavél?