Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Voðalega er leiðinlegt að flytja

fimmtudagur, september 15, 2005

Voðalega er leiðinlegt að flytja

Ég er föst á Hvammstanga eins og er. Ég er að bíða eftir því að Siggi fái leigðan ódýran sendiferðabíl til að koma með eins stóran part af búslóðinni og hægt er að troða í hann (bílinn). Við ákváðum að taka ódýrustu leiðina og borga 4.000 kr í staðinn fyrir 30.000. Það er kannski ekki það gáfulegasta þegar maður vill bara ljúka þessum flutningum af. Þannig er að þessi ódýri bíll er ekki alltaf laus og maður þarf bara að bíða og vona. 'Eg ætlaði að vera komin til Rvk, síðasta þriðjudag. Hefði endilega þurft að fara að vinna. En svona er þetta bara.

Það er frekar þreytandi að hafa þetta svona lafandi yfir sér. Það þarf allt að vera orðin tómt um næstu mánaðarmót og við erum rétt byrjuð að kroppa í hauginn. Fjúff segi ég og strýk mesta svitann af enninu.

Hvammstangatímann er ég búin að nýta vel. Kenna bardrengjunum backgammon og svona. Verst hvað þeir eru að verða góðir, ég er sítapandi.

Svo er ég líka búin að vera að sortera úr og í kassa. Hvað á að fara uppá loft og hverju verður hreinlega hent. Ótrúlegt magn af drasli sankast í kringum mig, það má engu henda. Eru kannski allir svona?