Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Athyglisverða vinkonan

þriðjudagur, október 11, 2005

Athyglisverða vinkonan

Ég kom með danska vinkonu mína norður um helgina. Ég var sem betur fer búin að vara hana við stari heimamanna. Ég þekki mitt fólk nefninlega..
Og það varð úr að kl 22.00 voru 5 búnir að spurja mig hvaða stelpa þetta væri. Hún skemmti sér mjög vel í sveitinni og talaði um það hvað allir væru kurteisir og góðir. Ég veit ekki alveg við hverju hún bjóst af sveita varginum en hún vill gerne koma aftur næstu helgi..

Ég var að koma af pósthúsinu. Ég er svo góðhjörtuð að senda Bjögga glaðning á þessum síðustu og verstu tímum. Hann fær allt það besta sem íslenskt samfélag hefur uppá að bjóða, bæði í mat og drykk.