Balleríball
Ég ætla aldrei aftur að keyra 3 ferðir á ball. Frekar borga ég einhverjum til að keyra mig. Ég summsé var bílstjóri í Víðihlíð á laugardaginn. Gaman var á balli en mjög erfitt vegna mannmergðar. Hreinlega hættulegt var að vera á dansgólfinu vegna ofurtjútts fullra kalla og trampi pinnahælagella. Svo var einhver með ægileggan vindgang svo að ég varð einu sinni að flýja. Reyndi að þrauka en gat það hreinlega ekki, slík var stækjan. Úff og púff. Svo var ég að fá mér kólasopa í einni sveiflunni og fékk druss, beint á flöskuna. Auðvitað helltist kók um alla kinn, oní brjóst og á hendi og föt. Ég var að sjálfsögðu vel klístruð af þeirri útreið. Ég heyrði á tal einhverja skvísa sem sögðu að þetta fólk útá landi væri nú bara það graðasta sem þær vissu um. Það fannst mér fyndið og dró þá áliktun að þar væru á ferð hreinræktuð borgarbörn.
Eftir ball vildu sárafáir vera í fyrstu ferð heim en einmitt í þeirri ferð hringdu allflestir sem áttu að vera í næstu ferðum í mig vegna ofsakulda. Sumir héldu að ég væri illa innrætt að eðlisfari og ætlaði að skilja lýðinn eftir, en það datt mér nú ekki í hug. Í fyrstu ferð var gubbugangur í annarri var sofnað værum blundi og hasar var í þeirri þriðju og síðustu. Þetta var vissulega fjör en ég var komin heim um kl 7. Ég var svo heppin að aðrir heimilismeðlimir sáu sér fært að hugsa um Krumma. Ég bara gat ekki vaknað daginn eftir..
Eftir ball vildu sárafáir vera í fyrstu ferð heim en einmitt í þeirri ferð hringdu allflestir sem áttu að vera í næstu ferðum í mig vegna ofsakulda. Sumir héldu að ég væri illa innrætt að eðlisfari og ætlaði að skilja lýðinn eftir, en það datt mér nú ekki í hug. Í fyrstu ferð var gubbugangur í annarri var sofnað værum blundi og hasar var í þeirri þriðju og síðustu. Þetta var vissulega fjör en ég var komin heim um kl 7. Ég var svo heppin að aðrir heimilismeðlimir sáu sér fært að hugsa um Krumma. Ég bara gat ekki vaknað daginn eftir..