Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Rokk í Reykjavík

sunnudagur, október 16, 2005

Rokk í Reykjavík

Ég afrekaði margt um helgina. Ég var mjög duglegur tónleikagestur á miðvikudags, föstudags og laugardagskvöld. Þannig var nefninlega mál með vexti að rocktober festival var í gangi á Gauk á stöng.

Á miðvikudagskv. voru órafmagnaðir tónleikar með misgóðu innihaldi. Frans og Kristó voru fínir og sömu sögu var að segja um Hot Damn. Her doctor voru mikið athyglisverðir (söngvarinn fór hamförum uppá borðum) en rest sökkaði.

Á föstudag var ég veik. Ég fór bara í sjóðandi heitt bað og hristi af mér hor og slef einkennin.
Það kvöld var mikið gaman. Dimma spilaði þétt dimmurokk, það var gaman. Dr. Spock voru líka hellvíti magnaðir. Þeir dreifðu gúmmíhönskum og viskí til sveittra áhorfenda. Brain Police voru ágætir og svo man ég ekki hverjir fleiri voru.

Á laugardag var ég aftur orðin drusluleg og ákvað að vera bara bílstjóri. Þá fór ég að sjá færeysku pönkarana í 200. Þeir spiluðu á Sirkus og það var soldið svona sérstök en skemmtileg lífsreynsla, verð ég að segja.

Svo er það bara airwaves næstu daga, þetta er allt að skella á.
Rétt upp hönd sem ætla..