Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Ég nenni ekki til Reykjavíkur

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég nenni ekki til Reykjavíkur

Er ég að verða algjör sveitalubbi? Ég man hvað ég var himinlifandi þegar ég slapp frá þessu "skítapleisi" og flutti á vit menningarinnar. Þá var ég voða spennt að komast í bíó, hvenær sem ég vildi. Reyndar fer ég meira í bíó núna en þegar ég bjó þar. Ekki má gleyma djamminu. Ég hélt að það væri miklu skemmtilegra að dansa í Reykjavík en það var misskilningur. Maður fær ótrúlega mikið leið á "down town Reykjavík". Þó ég sé bara að fara í einhverja auma 20 daga er það alltof mikið. Ég er meira að segja að fara að vinna (sem er vel) en ég bara nenni ekki að hanga þar.

Soldið dramatísk í dag en svona er þetta bara..

Reyndar get ég aðeins kíkt á björtu hliðarnar og þær eru að ég þarf nauðsynlega að kaupa mér föt. Kannski ég kíki líka á bílasölur og finni mér einhverja druslu. Ég er orðin leið á að sníkja bílinn af mömmu og Dóra. Svo þarf ég að heimsækja ömmu og svona. Nota tækifærið.

Jæja þá, ég get svosem farið í þessa 20 daga - en ekki meir.