Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Gjöfin góða

mánudagur, nóvember 21, 2005

Gjöfin góða

Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir, átti ég afmæli síðasta fimmtudag. Bróðir minn góður var svo vænn að senda mér böggul í tilefni dagsins. Ég skundaði ofurspennt niður á pósthús. Þegar þangað var komið fékk ég staðfestingu á því að pakkinn væri frá Tékklandi. Ég sat á mér að opna þangað til ég var komin heim. Svo hófst upprífelsið. Fyrst dró ég upp tékkneskt súkkulaði, hann veit hvað ég er mikill súkkulaði grís. Því næst komu óáritaðir dvd diskar, hann veit að ég er búin að læra á brennarann hans. Svo annað súkkulaði. Þarna var spenningurinn í hámarki því ekki var allt upptekið. Næst var mjúkt.. Þá dró ég upp 1 inniskó sem hefur greinilega verið saumaður fyrir hinn mikla kulda sem getur geyst um í dvalarlandi bróðursins. Næst kom svo þessi fína bók. Engin önnur en Skoda bílahandbók. Ég ákvað að renna í gegnum hana í snatri til að verða Skódafróð á innan við hálftíma. Auðvitað var hún á tékknesku og ég skildi ekki neitt í neinu. Sennilega ætlað sem mynjagripur frekar en fræðsluefni. Svooo varð ég meira en lítið hissa. Síðasti hluturinn var hinn inniskórinn. Þeir sem þekkja Bjögga, vita sennilega að hann gerir oft skítið og ég var alveg viss um að grínið fælist í að senda mér bara helming inniskóparsins..

Takk Bjöggi, þetta á örugglega allt eftir að koma að góðum notum..