Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Hestaball

mánudagur, nóvember 14, 2005

Hestaball

Á laugardaginn var árshátíð hestamanna. Ég lét gabba mig í vinnu til miðnættis við uppvask. Eftir það brunaði ég heim - í sturtu og á ball. Reyndar var ég ekki mætt í fjörið fyrr en um 1:30 og þar að leiðandi var það mjög fljótt að líða. Kannski var það bara eins gott því mér fannst band hússins ekki vera uppá marga fjörlega fiskana. Reyndar náði ég að dansa aðeins en ekki nógu mikið. Stelpur með myndavélar voru mikið áberandi, svo og sænskar píur sem virtust vera á heljar veiðum. Ég veit samt ekki hvernig það endaði allt. Sennilega hafa þær skellt á einhveja óheppna vonbiðla. Það hefur víst gerst áður..

Svo var heljar partý. Þar voru hefðarfrúr og heimasætur samankomnar, hver annarri fyllri. Gaman að sjá það. Ein ráfaði um og vissi ekkert hvert hún var að fara eða hvaðan hún var að koma. Önnur var með dólgslæti. Sú þriðja var í hjónabandsmiðlun mikilli og svo mætti lengi telja.

Gaman var að sjá Kollu Stellu svona lengi úti, án þess að vera komin í vatnið. Reyndar held ég að hún hafi eittvað sullað í vatnsglasinu sínu á ballinu en gleymt því fljótlega og haldið áfram í brennsanum. Áfram Kolla.

Dúzzi var líka í vatninu. Mér fannst hann hegða sér full vel eitthvað. Ég er bara enn að venjast honum svona stilltum og prúðum.