Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Já, sjómennskan...

laugardagur, nóvember 05, 2005

Já, sjómennskan...

Í dag fórum við Krummi á sjó með Dóra. Það var mikið gaman, enda gott veður. Krummi var ægilega spenntur og mér sýndist myndast einhver sjóaraglampi í augum hans. Hann ætlar að vera sjómaður þegar hann verður stór. Hann var með miklar yfirlísingar um hvað hann ætlaði að veiða rooooosalega stóran hákarl og hval. Hann vill ekki veiða neitt annað, bara dýr sem eru stór. En allt kom fyrir ekki. Aflinn var núll grömm. Við sáum sel í sárabætur.