Ójejeje..
Eins og glöggir lesendur sjá, er farið að telja niður til jóla. Ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega spennt. Í lósi vöntunarinnar á föndurdótinu mínu, finnst mér þrjátíu og eitthvað dagar vera full fáir fyrir jólakortagerðina. Kannski kaupi ég bara kortin í ár. Eða bara sleppi að senda þau. Ég hef svosem legið í jólakortagerð, skrifað á þau, sett í umslög og sleikt frímerki.... og fundið þau svo ofaní skúffu í febrúar. Afar gremjulegt, það.
Forsvars vinnan er alltaf að batna. Satt að segja var ég ekki viss með hana í byrjun. Fékk strax illt í bakið vegna rangrar tölvusetu og annars húks. En nú er allur verkur á bak og burt, þökk sé vandvirkni minnar við að sitja rétt. og ég horfi björtum augum á framtíðina.. Mér er meira að segja að takast vel við að reykja ekki í vinnunni. Haldiðasé bara.
Það stefnir í mikið fjör um og í kringum helgina. Spurningakeppnin á Þinghúsi, Siggi Björns á Þinghúsi, Pink Floyd í Félagsheimili og svo White Stripes í Laugardalshöll. Hvernig á maður að komast heill útúr þessu öllu saman. Gott að ég er ung að árum..
Forsvars vinnan er alltaf að batna. Satt að segja var ég ekki viss með hana í byrjun. Fékk strax illt í bakið vegna rangrar tölvusetu og annars húks. En nú er allur verkur á bak og burt, þökk sé vandvirkni minnar við að sitja rétt. og ég horfi björtum augum á framtíðina.. Mér er meira að segja að takast vel við að reykja ekki í vinnunni. Haldiðasé bara.
Það stefnir í mikið fjör um og í kringum helgina. Spurningakeppnin á Þinghúsi, Siggi Björns á Þinghúsi, Pink Floyd í Félagsheimili og svo White Stripes í Laugardalshöll. Hvernig á maður að komast heill útúr þessu öllu saman. Gott að ég er ung að árum..