Pítulíf
Nú á ég bara eftir að vinna á Pítunni í 3 daga. Allt byrjaði vel hér. Ég náði að ráða 2 nýjar stelpur sem lofa góðu. Loksins þegar ég læri nöfnin á öllum 30 starfsmönnunum, er þessum afleysingum mínum að ljúka. Ég náði að panta allt rétt, allan tíman og hef bara tekið við einni kvörtun. Sem var meira að segja soldið dúbíus. Hver hringir viku eftir seigar kótilettur og vill fá skaðabætur? Hmmmm..
Þetta starf er búið að breyta mér í mikla efasemdamanneskju. Kannski full þörf á, þar sem ég hef margoft séð að ég er alltof trúgjörn og held að allir séu góðir (eða allflestir). Þetta er reyndar ekki búin að vera eintóm sæla. Því að ein stelpa er búin að vera veik 6 vaktir af 8 og ég hef auðvitað þurft að glíma við þá skemmtilegu þraut að manna vaktirnar hennar. Svo ekki sé talandi um hellvítis prófin og frí volið sem fylgir þeim. Ég held ég hafi loksins komið fólkinu hér í skilning um að því þurfi þau að redda sjálf. Þar aflaði ég mér kannski ekki mikilla vinsælda en það verður að hafa það. Á meðan ég er að reka þennan stað, veit ég að ég er ekki í neinu uppáhaldi en vona samt að ég sé ekki kölluð neitt hræðilegt. Ég er hvort eð er að fara norður, svo það skiptir þá ekki öllu máli..
Á mánudaginn byrja ég svo í Forsvar og vona að ég sé ekki búin að gleyma öllu sem Kristín var búin að kenna mér þar.
Þetta starf er búið að breyta mér í mikla efasemdamanneskju. Kannski full þörf á, þar sem ég hef margoft séð að ég er alltof trúgjörn og held að allir séu góðir (eða allflestir). Þetta er reyndar ekki búin að vera eintóm sæla. Því að ein stelpa er búin að vera veik 6 vaktir af 8 og ég hef auðvitað þurft að glíma við þá skemmtilegu þraut að manna vaktirnar hennar. Svo ekki sé talandi um hellvítis prófin og frí volið sem fylgir þeim. Ég held ég hafi loksins komið fólkinu hér í skilning um að því þurfi þau að redda sjálf. Þar aflaði ég mér kannski ekki mikilla vinsælda en það verður að hafa það. Á meðan ég er að reka þennan stað, veit ég að ég er ekki í neinu uppáhaldi en vona samt að ég sé ekki kölluð neitt hræðilegt. Ég er hvort eð er að fara norður, svo það skiptir þá ekki öllu máli..
Á mánudaginn byrja ég svo í Forsvar og vona að ég sé ekki búin að gleyma öllu sem Kristín var búin að kenna mér þar.