Ruðningur
Við Krummi vorum í leið í bæinn (kauffjélagið og svona). Við komumst ekki lengra en útá hlað vegna snjómoksturstækja í aksjón. Krummi var ekki glaður að sjá þessa hræðilegu skafla eyðileggingu og gat ekki skilið hversvegna þessir vondu menn væru að TAKA allan snjóinn. Ég komst í ham og fór að moka innkeyrsluna í gríð og erg því ég sá fram á að ná bílnum, sem ég fæ stundum lánaðan, útúr bílskúrnum. En þegar búið var að skafa vel af götu og gangstétt, sá ég að ég kæmist ekki fet nema ég mýkti þetta 70 cm þverhnýpi sem myndaðist. Ég fór að höggva að krafti. Sem betur fór sá Beggi snjóýtari að ég yrði sennilega 2 tíma að þessu og reddaði mér fallegri aflíðandi brekku á 4 mínútum. Takk fyrir það. Annars hefði ég sennilega ekki náð í kaupfélagið fyrir lokun.