Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: White stripes

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

White stripes

Það er orðið uppselt í stúku á White Stripes tónleikana. Ég vona að Valdi hafi samt náð að krækja í einn bleðil. Það er nokkuð ljóst að ég þarf að sanka að mér upphitunar tónlist - þar sem ég hef eitthvað lítið hlustað á þessa kenjaketti. Er þetta bara ég, eða eru þau verulega skrítin? Ekki er heimasíðan þeirra á eðlilegri nótunum..