Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Auðvitað...

mánudagur, desember 26, 2005

Auðvitað...












Mér finnst þetta mjög rökrétt mynd.

Jólasveinar eru ekki alveg eðlilegir fuglar og einhver hlýtur skýringin að vera..

Takk fyrir myndina, Margrét. Vonandi fæ ég ekki enn og aftur skömm í hattinn frá þér fyrir að nota "copy/paste" fídusinn of mikið.

Það eru nú jóóóólin....



Loksins hafði ég vit og rænu á að sanka að mér fróðleik um ásatrú. Mér hefur fundist frekar leiðinlegt að kunna ekki allar gömlu sögurnar og svona. Ég fann þessa líka stórkostlegu síðu og setti link til hliðar, med det samme. Nú ætla ég að leggjast í lestur og lærdóm á næstu dögum. Mér finnst íslendingar mjög forvitnir um þessi mál og margir hanga einhvernvegin í þjóðkirkunni vegna þess að þeir lentu þar bara einhvern vegin. Það gerði ég líka á sínum tíma. Ég er ekki að hvetja fólk til að skipta um trúfélag eða neitt svoleiðis. Það er bara nauðsynlegt að þekkja eitthvað annað, þó það væri ekki nema til skemmtunar. Já, eða til að sjá hvað þjóðkirkjan er æðisleg..