Þessu er stolið af mbl.is en athyglisvert, engu að síður..
Stúlkur pynta og misþyrma Barbídúkkum
Margar stúlkur á aldrinum 7-11 ára hata Barbídúkkurnar sínar svo mikið að margar pynta þær, limlesta og taka af þeim höfuðið. Þetta er á meðal þess sem fram kom í könnun sérfræðings við háskólann í Bath í Bretlandi, sem heitir Agnus Nairn, og rannsakaði hegðun 100 barna. Nairn segir stúlkur á þessum aldri líta niður á dúkkurnar og hafi þær m.a. sett dúkkurnar í örbylgjuofninn og brennt þær.
Þetta gera stúlkurnar, að hans sögn, vegna þess að þeim finnist sem þær séu orðnar fullorðnar.
Þá sagði Nairn, að strákar sem séu orðnir of gamlir til að leika sér með Action Man-inn hugsi enn til hans.
Nairn sagði jafnframt að stúlkum, sem séu að aldursbilinu 7 til 11 ára, finnist „flott“ að misþyrma Barbídúkkunum sínum þar sem þær séu úr plasti.
„Í augum fullorðinna gæti sú gleði sem börn finna þegar þau misþyrminga dúkkum verið skelfileg. Í augum barna er þetta hins vegar hugvitsamleg endurnýting á hlutum sem þau eru hætt að nota,“ sagði hann og benti á að þetta væri sambærilegt við það að troða niður gosdrykkjadós.
Þá kom fram í könnuninni, að börn í Bretlandi fái um 3 milljarða punda í vasapening á ári hverju og að þau þoli ekki auglýsingar sem höfða eiga til barna. Auk þessa kom fram, að bresk börn á aldrinum 7 til 11 ára eru líklegri til að spjalla um fræga fólkið en leikföng og leiki.
Mirror
Margar stúlkur á aldrinum 7-11 ára hata Barbídúkkurnar sínar svo mikið að margar pynta þær, limlesta og taka af þeim höfuðið. Þetta er á meðal þess sem fram kom í könnun sérfræðings við háskólann í Bath í Bretlandi, sem heitir Agnus Nairn, og rannsakaði hegðun 100 barna. Nairn segir stúlkur á þessum aldri líta niður á dúkkurnar og hafi þær m.a. sett dúkkurnar í örbylgjuofninn og brennt þær.
Þetta gera stúlkurnar, að hans sögn, vegna þess að þeim finnist sem þær séu orðnar fullorðnar.
Þá sagði Nairn, að strákar sem séu orðnir of gamlir til að leika sér með Action Man-inn hugsi enn til hans.
Nairn sagði jafnframt að stúlkum, sem séu að aldursbilinu 7 til 11 ára, finnist „flott“ að misþyrma Barbídúkkunum sínum þar sem þær séu úr plasti.
„Í augum fullorðinna gæti sú gleði sem börn finna þegar þau misþyrminga dúkkum verið skelfileg. Í augum barna er þetta hins vegar hugvitsamleg endurnýting á hlutum sem þau eru hætt að nota,“ sagði hann og benti á að þetta væri sambærilegt við það að troða niður gosdrykkjadós.
Þá kom fram í könnuninni, að börn í Bretlandi fái um 3 milljarða punda í vasapening á ári hverju og að þau þoli ekki auglýsingar sem höfða eiga til barna. Auk þessa kom fram, að bresk börn á aldrinum 7 til 11 ára eru líklegri til að spjalla um fræga fólkið en leikföng og leiki.
Mirror