jo-ólin, jo-ólin aaaaaalls-staðar...

Gleðileg jól, allir saman. Vonandi eruð þið ekki búin að borða yfir ykkur eins og ég. Í þessum skrifuðum orðum, langar mig mest til að gubba. Við hvern konfektmola, heldur samt undirmeðvitundin því fram að það sé pláss þarna einhversstaðar.. Það er rangt. Um leið og ég renn niður einni súkkulaði kássunni í viðbót, huxa ég að ég þetta hefði ég ekki átt að gera. Þetta er svona eins og þegar maður er á barnum og kemst í tópasinn. Allt í einu er maður orðinn blindfullur og hugsar sömu setningu.. Reyndar get ég hamið mig í tópasinu - en það er eitthvað erfiðara með gúmmelaðið sem ég vil að klárist sem fyrst..
Vegna ofáts og hreyfingaleysis þjáist ég af eftirfarandi kvillum... bólgnum augum, leti og sleni, útbelgdri vömb, hausverk, bakeymslum og síþeytu.
Ég elska jólin, þau koma manni einhvernvegin í "gírinn"...