Tjah, ég skal segja ykkur það
Hér er allt að verða vitlaust... Maður má ekki líta af síðunni sinni. Þá er bara búið að kommenta svoleiðis hægri, vinstri. Ég sem hélt að ég, mamma og Margrét værum þær einu sem skoðuðu síðuna. Gaman er að sjá Önnu Láru og Halla Ara hér samankomin. Já, og auðvitað alla hina líka.. Vei, segi ég.
Um helgina verður stuð. Á föstudag verður úrslitakvöld spurningakeppnarinnar og svo ball á eftir. Ég held ég spái Sláturhúsi sigri. Þó ég hafi misst af þeirra forkeppni, sem var víst langt því frá að vera spennandi. Svo er það yfirvaraskeggskeppnisúrslitin. Ég hef orðið fyrir vonbrygðum með keppendur í þeirri sómakeppni. Ég átti von á að Hvammstangi myndi líta út eins allir karlíbúar bæjarins hefðu flust frá suðrríkjum Bandaríkjana - beint á Sultunesið. En bíð ég samt spennt. Ég hef heyrt að menn séu farnir að lita skegg sitt.. Ég hef líka heyrt um áskoranir á aðra.. Eru menn farnir að grípa til lúmskra brellibragða á ögurstund. Spennandi verður að sjá.
Á laugardag verða tónleikar með Haraldi (ekki Halla Ara, þó... nema hann skjóti óvænt upp kollinum og taki einn sjóðheitan, sænskan slagara) og vonandi fleiri hljómsveitum. Þeir eru ofsaskemmtilegir. Með grín og læti. Allri þurfa að mæta. Ég veit allavega að Sölvi kemur til að hlusta á trúðalagið, sem hann elskar, dáir og þráir (samt ekki eins mikið og konuna sína sem hann hefur verið mikið mikið mikið viðriðin síðustu vikur).. Ég hringdi líka sérstaklega í Trúðinn sjálfan svo hann gæti komið og hlustað á lagið sem samið var um hann. Kannski ekki samið um hann. Það heitir allavega það sama og hann..
Sjáumst á barnum
Um helgina verður stuð. Á föstudag verður úrslitakvöld spurningakeppnarinnar og svo ball á eftir. Ég held ég spái Sláturhúsi sigri. Þó ég hafi misst af þeirra forkeppni, sem var víst langt því frá að vera spennandi. Svo er það yfirvaraskeggskeppnisúrslitin. Ég hef orðið fyrir vonbrygðum með keppendur í þeirri sómakeppni. Ég átti von á að Hvammstangi myndi líta út eins allir karlíbúar bæjarins hefðu flust frá suðrríkjum Bandaríkjana - beint á Sultunesið. En bíð ég samt spennt. Ég hef heyrt að menn séu farnir að lita skegg sitt.. Ég hef líka heyrt um áskoranir á aðra.. Eru menn farnir að grípa til lúmskra brellibragða á ögurstund. Spennandi verður að sjá.
Á laugardag verða tónleikar með Haraldi (ekki Halla Ara, þó... nema hann skjóti óvænt upp kollinum og taki einn sjóðheitan, sænskan slagara) og vonandi fleiri hljómsveitum. Þeir eru ofsaskemmtilegir. Með grín og læti. Allri þurfa að mæta. Ég veit allavega að Sölvi kemur til að hlusta á trúðalagið, sem hann elskar, dáir og þráir (samt ekki eins mikið og konuna sína sem hann hefur verið mikið mikið mikið viðriðin síðustu vikur).. Ég hringdi líka sérstaklega í Trúðinn sjálfan svo hann gæti komið og hlustað á lagið sem samið var um hann. Kannski ekki samið um hann. Það heitir allavega það sama og hann..
Sjáumst á barnum