Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Úrslitin

mánudagur, janúar 02, 2006

Úrslitin

Í tilefni nýs árs, hef ég ákveðið að birta niðurstöður gáfnakannarinnar sem ég lagði fyrir vegfarendur. Komið hefur í ljós að fyrsta sæti verma þrír rassar.

Bjöggi var á meðal þeirra sem 100 stig fengu. Þar sem hann er, jú bróðir minn hefði ég orðið spæld ef hann hefði fengið minna..

Margrét var jafn gáfuð. Enda var ég með sanngjarnar spurningar og reyndi ekki rugla fólk í ríminu (eins og hún). 100 stig fyrir hana.

Kolla Stella kom mest á óvart, með fullt hús stiga. Enn sannar Kollan að hún heyrir með báðum eyrum. Góður nemandi þar á ferð.

Ekki veit ég hver Nikulás er (þakka samt fyrir þátttökuna). En sá eða sú náði 83 stigum.

Amalía, nágrani minn og samstarfskona til margra ára, náði jafn mörgum stigum og hin/n dularfulla/i Nikulás.

Lestina ráku svo með 67 stig, já sextíu og sjö stig...
Sæli, Hali Ara, Lea barnapía, Sigrún Dögg og Íris á Pítunni

Ónefndir byrjuðu á könnuninni og gugnuðu á miðri leið..