Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Um ekki neitt..

laugardagur, janúar 21, 2006

Um ekki neitt..

Hér er lítið búið að vera að gerast. Það er einhvernvegin eins og sólarhringurinn sé orðinn styttri. Svona eins og 5 tímum styttri. Æ, já.. ég er með aðra bloggleysisafsökun. Netið er búið að vera til vandræða hér í Helguhúsum 12 (eins og Tani segir- og mér finnst fyndið - enda einföld sál, hér á ferð). Mamma var gersamlega að flippa yfir netleysinu, enda í fjarnámi og verður að vera með þetta í lagi. Hún hótaði að hætta í skólanum og mokaði hér snjó, og var snögg að, eitt kvöldið til að létta á bræði sinni. Svo ég sá mér ekki annað fært en að hringja í skyndi á tölvumeistarann, Gísla. Hann bað mig að greina frá vandamálum fjölskyldunnar. Hummaði tvisvar, sagði svo: "eruð þið búnar að prófa að slökkva og kveikja aftur á svarta tækinu"? (Hann sagði ekki svarta tækinu.. ég bara man ekki hvað það heitir.. skjá 1 tækið sem er við símann, þið skiljið..) Það hafði ég ekki prófað, enda of einfalt til að ég fattaði það að sjálfsdáðum. Til að gera langa sögu stutta, þurfti ég ekki að hringja aftur í hann aftur og leið eins og bjána..

Það er heldur ekki mikið búið að vera á seiði. Ef það hefur farið framhjá einhverjum, er ég hætt að reykja. Búin að vera hætt í nákvæmlega 20 daga. Vei, fyrir mér. Ég finn veskið strax bólgna og er að hugsa um að taka frá 560 kr á dag. Það eru litlar 16.800 kr á mánuði. Þessum peningum ætla ég svo að eyða í útlandaferðir og aðrar fjörtengdar uppákomur.. Það er örugglega hægt að gera eitthvað skemmtilegt fyrir 201.600 kall á ári.

Hmm, þetta kallar á skipulagningu...
Hróaskelda 50.000
Heimsókan til Bjögga 50.000


Ææ, þá eru 101.600 kr eftir.. Hvað í fjandanum á ég að gera fleira? Kannski skreppa til Espanjola? Eða kannski kaupa mér trommusett og mótorhjól? Ég gæti líka byggt hús og gefið skít í hvað ég tapa miklu ef ég flyt frá Hvammstanga og þarf að selja húsið með 25% tapi. Ef ég tapa 4 milljónum, þarf ég að vera reyklaus í 19 ár og 8 mánuði til að vera á sléttu. Ég nenni nú ekki að reikna inn í þessar tölur, verðbólgu og rettu verðhækkanir umfram hana. Best væri samt að einhver vildi selja mér fullbyggt hús fyrir slikk. Þá get ég líka haldið mig við fyrri fjörplön. Og hvað verð ég orðin gömul eftir tæp 20 ár? Ég er ekkert endilega að biðja fólk um að svara þessari spurningu frekar en það vill. Mér finnst allavega mjög langt þangað til..

Nei, bara svona að pæla..