Þá er komið að því
Nú er það ljótt... meira að segja mamma er farin að ítreka það að ég sé með blogg síðu. Kvartar sáran undan skrifleysi. Ég er bara að verða eins og ritarinn var fyrir stuttu. Sá hefur snúið blaðinu við... farinn að rita hinu megin líka.. eh, grín.
Þar sem ég bý með móður minni um sinn, hef ég ákveðið að útfæra síðu mína að hennar þörfum. Eins og glöggir lesendur eflaust sjá, hef ég stækkað letrið og aðlagað að gamlamannaaugum. Þar sem flestir vinir mínir eru að slefa uppí þann flokk fannst mér þetta prýðis hugmynd. Þar má helst nefna ÁÖHK og HFA. Ég kýs að nota skammstafanir við þetta tækifæri, þar sem hlutaðeigendur virðast taka þennan háa aldur sinn, mjög svo nærri sér.
Strákar, þið látið endilega vita ef ég á að stækka stafina meira... það er ekkert mál, sko.
Þar sem ég bý með móður minni um sinn, hef ég ákveðið að útfæra síðu mína að hennar þörfum. Eins og glöggir lesendur eflaust sjá, hef ég stækkað letrið og aðlagað að gamlamannaaugum. Þar sem flestir vinir mínir eru að slefa uppí þann flokk fannst mér þetta prýðis hugmynd. Þar má helst nefna ÁÖHK og HFA. Ég kýs að nota skammstafanir við þetta tækifæri, þar sem hlutaðeigendur virðast taka þennan háa aldur sinn, mjög svo nærri sér.
Strákar, þið látið endilega vita ef ég á að stækka stafina meira... það er ekkert mál, sko.