Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Þetta vilduð þið - og ekkert röfl..

mánudagur, febrúar 20, 2006

Þetta vilduð þið - og ekkert röfl..

Ég er alveg að fá nóg af eurovision tali. Helmingur þjóðarinnar virðist vera í öngum sínum yfir vinningshafa íslensku forkeppninnar. Hvar var allt þetta óánægða fólk þegar kosningin átti sér stað? Kaus það? Ég þekki engan óánægjubelg sem kaus. Merkilegt..

Ég var að gera miklu skemmtilegra en að horfa á þessi ósköp. Ég hef reyndar ekkert á móti þessari keppni en mér er um og ó. Mér finnst við Íslendingar vera komin aftur um 20 ár. Ég man það sem gerst hafi í gær þegar fyrsta keppnin var og hinn ódauðlegi gleeeeeðibanki var fluttur í öllum sínum glimmerbúning. Lýðurinn dansaði ekki á götum úti, því enginn mátti missa af neinu. Þjóðin poppaði extra stóran poppskammt og hélt niðri í sér andanum á meðan dýrðin var flutt í beinni útsendingu. Varð svo fyrir þessum ægilegum vonbrygðum þegar við rústuðum þessu ekki. Þá var kannski eins gott að hafa ekki verið komin með bar-aldur. Sennilega hefur allt logað í slagsmálum það kvöldið.