Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Æ, mig auma..

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Æ, mig auma..

Ég er veik heima og hundleiðist. Ég hef meiri slux-tíma ég kæri mig um. Ég ætlaði að stela einhverju sjálfsprófinu af Margrétar síðu. Ég skammaðist mín ekkert fyrir það.. En þá vildi það ekki virka.

Ég er búin að lyggja í símanaum og fá allskyns skemmtilegar leiðbeiningar. T.d. er ég komin með snilldar forrit, Google Earth. Þar er vænn tíma rústari á ferð. Og afhverju var enginn búinn að segja mér frá hinum einfalda Google vafrara?? Á maður bara að vita þetta sjálfur? Díssuss, segi ég nú bara.. Ég er svoleiðis búin að finna hverja heimasíðuna á fætur annarri og get nú hangið í tölvunni enn meir en áður. Mikið verður hún móðir mín hamingjusöm með þetta. Uss og fuss.

En snúum okkur að öðru. Hér þarf að fá meiri snjó og skíðabrekku og svona. Krummi þarf að fara að æfa sig á snjóbretti. Hann var að kenna mér á svoleiðis dót í gærkvöldi - á parketinu. Í einni sveiflunni hrundi hann svoleiðis í gólfið og lenti á andlitinu. Hann slapp ótrúlega vel. Þetta var hrun með miklum grát en án blóðsletta. Það voru ekki fleiri æfingar það kvöldið.

Borið hefur á því að fólk sé í einhverjum klukk leik. Það er eitthvað að reyna að blanda mér í það. Ég neita að taka þátt, nema þá ef ég er í virkilega miklu sprelli fíling. Vita ekki allir að sporðdrekar eru þessar lokuðu týpur sem gefa ekki of miklar upplýsingar um sjálar sig? Hvað þá inná hið vægðarlausa internet..