Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Góðir hálsar..

mánudagur, mars 13, 2006

Góðir hálsar..

Takk fyrir stuðninginn í blogglægð minni sem er nú ný yfirstaðin (vonandi er hún yfirstaðin). Ég viðurkenni leti mína í þessum heimi. Ég hef ekki einu sinni verið í hlutverki kommentarans, sem mér finnst annars afar gaman. Að rífa kjaft á prenti er góð skemmtun. Kannski dulítið "ég á mér ekkert líf" legt, en það verður að hafa það..

Ég hef haldið mig að mestu í Reykjavík - eins og einn kvartsamur sparisjóðs starfsmaður hefur augljóslega tekið eftir. Þvílíkt hefur kvartið verið.

Ég er hreinlega orðin félagsskítur en það verður líka að hafa það. Reyndar er mér alveg sama..

Ég hef þó í hyggju að dúsa í sveitinn næstu helgi. Þá verður Forsvars fjör á seiði. Óska ég hér með eftir góðri mætingu á barinn, aaaalla helgina...

Ég fékk nóg af leikskólapláss leysinu og hringdi í dag til að athuga með þetta allt saman.. Haldiði að við eigum ekki bara að mæta á morgun.. Fyrst sagði leikskólastjórinn að ég gæti fengið pláss til 12.00 en ég vildi fá meira og þá var alltí einu hægt að fá pláss til 13.00. Ég var að spá í því að hringa bara á hverjum degi. Verður Krummi þá kominn með fullt leikskólapláss fyrir næstu mánaðarmót? Annars er von á fullu plássi í maí. En engu lofað.