Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Í ham

sunnudagur, maí 07, 2006

Í ham

Ég er búin að vera afar aktíf í dag. Nú er ég að byrja á 4. pistlinum mínum og er það persónulegt met. Ég er búin að gera fleira í dag. Trommaði á snilldar sólpalli Þinghússins. Þar á ég eftir að eyða ófáum klukkustundunum í sumar. Því hefur verið hótað að sitja þar og sötra bjór eftir vinnu - ég mótmælti ekki. Svo var ég að æfa stepp og eldkeðjutjúttið. Svo er ég búin að vera að hangsa.. já, það er ekkert fleira sem ég hef gert í dag. Ég vaknaði bara svo seint að dagurinn er strax búinn.. Gvöööð hvað ég er í miklum blogg fíling. Á mínum bæ er það bara allt eða ekkert í þessum málum. Það á svo sannarlega enginn eftir að nenna að lesa allt þetta bull. Nema kannski Bjöggi, svo hann geti sagt mér hvuslax bull þetta er.