Húsnæðismál í brennidepli
Ef einhver hefur ekki tekið eftir, er ég komin með íbúð. Eða réttara sagt er Dóri komin með íbúð og við Krummi fáum að vera með. Gaman verður að sjá hvernig þetta gengur allt saman. Ég er hvergi bangin og hann segir það sama. Ef þetta virkar ekki, þá flyt ég einfaldlega út. Það eru engar skuldbindingar í gangi og ekki erum við, tilvonandi sambýlingarnir, enn búin að gifta okkur.