Já, það var..
Tónleiarnir voru frábærir. Ég kom reyndar hálftíma og seint og kom inn í síðasta lag Valda og Júlla. Kjartan og hinir voru alveg frábær/ir en fengu að kenna á sound vandræðum. Gleðilegt að sjá rokkhundinn á bassa. Svo var ball sem ég ætlaði alls ekki á. Sérstaklega ekki eftir að ég sá hver var á leiðinni þangað. Allavega.. Ég endaði þar. Bandið var hlægilegt og stemmingin var svakaleg. Ég held að allir hafi verið að reyna að vera úber hressir til að redda kvöldinu og komu sér í sérstakann fíling. Það kom gomma af Blönduóingum sem var vel ef allt hefði ekki logað í slaxmálum á eftir. Reynar áttu þeir enga sök á þeim, heldur einn af okkar ástsælustu heimamönnum. Einnig má minnast á það að einhver gubbaði útum allt og bílaplanið var einn glerbrotshaugur. Já, við kunnum svo sannarlega að skemmta okkur.
Halli... það var svo partý á eftir.. ég hef engar sögur af því..
Halli... það var svo partý á eftir.. ég hef engar sögur af því..