Meir um hús
Ég er svo aldeilis hlessa. Dóri Fúsa og Fúsi, faðir hans eru að ganga af göbblunum í flutningi. Þannig er mál með vexti að þeir eru búnir að flytja allt þunga stöffið í nýja hreiðrið. Þeir vippuðu 2 risa stórum rúmum, þvottavél, þurrkara, ísskáp, stofuhillum, kommóðu, nýðþungu sjónvarpi og eldhúsborði uppí bíl og brunuðu með það á áfangastað. Ég verð bara að segja að mér leið eins og nýju tengdadóttur Fúsa - nýju, óléttu tengdadótturinni. Ég mátti ekki bera neitt. Ég var hins vegar sett í skipulagningu. Ég kvarta sossum ekki og tók það að mér, með glöðu geði, að þrífa mygluna úr ísskápnum mínum. Ekki það að ég hafi ætlað einhverjum öðrum það..
Það eru nú nokkrar kommur í þessu..
Það eru nú nokkrar kommur í þessu..