Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Nú er allt komið á fullt

mánudagur, maí 01, 2006

Nú er allt komið á fullt

Ég er að gera tilraun.. Ég ætla að vera óeðlilega dugleg að blogga núna. Ég er komin í keppni við Bjögga. Þá ekki um áhugaverða pistla - heldur fjöldann. Enda er ég slappur penni, en hann ekki. Hann veit reyndar ekki af þessari keppni enda væri það ósanngjarnt. Eða hvað?

Þessi yfirlýsing er auðvitað háð því að að susstemmið virki rétt, þ.e.a.s. blogger.com. Ekki gengur upp að vera í keppni við þann sem þarf að henda pistlunum inn fyrir mig.