Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Senn líður að Hróaskeldu

sunnudagur, maí 21, 2006

Senn líður að Hróaskeldu

Jamm og já. Ég vissi að ég ætti ekki að panta far til Danmerkur fyrr en ég gómaði eitthvað tilboð. Óskir mínar rættust og ég fékk flug fyrir okkur Krumma á 23.000 króners. Við leggjum í´ann mánudaginn 26. júní og ég veit ekkert hvenær ég kem til baka.
Ég nenni reyndar ekki á Hróaskeldu nema veðrið verði almenninlegt. Ég hef reyndar ekki lent í drulluhátíð en ég nenni ekki að láta mér verða kalt. Það er nokkuð ljóst. Annars eru böndin nokkuð girnileg en ekkert sem ég gæti stokkið sjöfalt flikkflakk yfir. Æ, það er ekki satt. Það er fullt af gúmmelaði sem verður þarna. Ég er kannski bara að halda mér á spennings-mottunni. Ekki viljum við að ég fari gjörsamlega á límingunum á leið á hátíð og svo þegar ég er mæti loxins er kannski skítaveður og ég fer að grenja áf því að mér var farið að hlakka svo til. Hér þarf að taka allt með í reikninginn.

Ég ætlaði að henda inn einhverrri Hróaskeldu tengdri mynd hér inn en á enga. Svo ég deili þessari mynd af sjálfri mér á byrjunarstigi dreddatilraunirnar og með hattinn góða sem ég get þakkað sólbrunaleysi á síðustu hátíð.