Í veikindum gerast hlutirnir..
Ég gerði merkilega uppgvötun í dag. Ég sat í sófa móður minnar, alveg að drepast úr leiðindum. Skyndilega kom ég auga á afmælisdagabókina góðu sem hefur fylgt fjölskyldunni gegnum aldanna rás. Hófust flettingar. Sótt var dagatal. Tékkað var á þrítugsafmælisdögum jafnaldra minna. Þá komu upplýsingarnar í ljós... Ég, Henný og Magnús - sem héldum öll sameiginlega fermingaveislu, hér um árið - verðum öll þrítug á föstudegi. Ekki samt á sama föstudeginum, heldur dreifum við okkur misjafnt og misþétt yfir allt árið.
Já, segið svo að það sé ekki fjör að vera veikur heima.
Já, segið svo að það sé ekki fjör að vera veikur heima.