KB banki fyrir útlendinga..
Ég varð vitni að fyndnu í dag. Ég þurfti að hringja í KB banka vegna starfs míns. Þar þurfti ég, eins og vera ber, að byrja á að hlusta á símsvara sem segir hvað skal gera, vilji maður samband við hinn og þennan. Þegar romsan var næstum að lokum komin var komið að síðasta valmöguleikanum sem var "press einn for english". Er verið að kenna nýbúum íslensku í hægum skrefum? Við skulum byrja á að kenna þeim að telja uppá einn - sjáum svo til.
Kannski er ég með svona slappan húmor en ég ætlaði ekki að gera talað við grafalvarlegan þjónustufulltrúa verðbréfaskráningarinnar vegna hláturlöngunarinnar sem ásótti mig. Á ögurstundu tók ég mér tak svo ég myndi ekki frussa á símtólið.
Góðar stundir.
Kannski er ég með svona slappan húmor en ég ætlaði ekki að gera talað við grafalvarlegan þjónustufulltrúa verðbréfaskráningarinnar vegna hláturlöngunarinnar sem ásótti mig. Á ögurstundu tók ég mér tak svo ég myndi ekki frussa á símtólið.
Góðar stundir.