Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Helgi og fleir

mánudagur, september 04, 2006

Helgi og fleir

Ég var að vinna á föstudagskvöld á Þinghúsinu. Þar var ball og mikið fjör. Gleðilegt var að sjá hálf tómar hillurnar eftir vakt. Þar með var takmarkinu náð. Kjartan stóð sig vel í að vökva lýðinn og á endanum brotnaði vökvunargræjan. Í hléinu vorum við með utandyra sprell en þá voru allir orðnir svo fullir að enginn nennti út til að sjá. Eftir hlé dansaði trylltur lýðurinn á nærbuxum einum fata. Svo fóru einhverjir í partý. Við þrifum eina ælu og mikið sull. Fór svo heim að sofa. Sá athyglisvert atferli á heimleiðinni. Vaknaði svo með hausverk. Setti í þvottavél. Brunaði suður. Skoðaði 2 íbúðir.











Vaknaði kl. 5 í morgun og brunaði norður. Vann til 4. Tók greiðslumat á netinu. Varð fyrir miklum vonbrygðum með það. Hvað á einstæð móðir með 1 barn að gera með það að eyða rúmum 100.000 kalli í framfærslu á mánuði. Þvílík neysla. Á maður bara að fara á Lækjarbrekku í hverri viku eða hvað? Þetta er algjört rugl og bull. Ég held ég eyði í mesta lagi 60.000 á mán. ef ég er ekki að spara. Ég má semsagt kaupa mér íbúð f. 17.000.000 en það er einungis ef ég þykist vera með aðeins hærri laun og tek bílinn af númerum. Af honum er áætlaður rekstrarkostnaður (samkvæmt íbúðalánasjóði) einungis 25.000 kall á mánuði. BULL










Því er ekki að leyna að mér hlakkar óendanlega til að sjá Krumma. Hann kemur heim eftir 4 daga. Húrra fyrir því..