Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Myndafjör

fimmtudagur, september 14, 2006

Myndafjör

Myndirnar sem ég óskaði eftir hér einhversstaðar neðar streyma inn. Þakka ég sendurum kærlega fyrir.










Þessa mynd sendi Kristín mér. Frá henni fékk ég þrjár. Þær voru allar teknar á bartengdum uppákomum. Ég valdi myndina sem ég var búin að drekka minnst.

Þarna vorum starfsmenn í einkasiglingu á Ákanum. Glöggir sjá kannski glitta í Fríðu Bjarna í bakgrunni. Held hún hafi verið að segja okkur frá selum eða einhveju svoleiðis. Man það ekki alveg.
Af svipnum á okkur að dæma var svo einhver með sprell, suð-vestan við okkur.
Sætin eru rauð með sikksakk áferð.