Næst á skoðunarlistanum mínum

Ég verð nú að segja að þessi íbúð er soldið flott..
Svo er hún líka í nágrenni ævintýraheima KA mannsins, Einars Vals og Bjögga. Ekki að ég ætli að fara að hanga á þeim en gaman samt að geta skroppið yfir og fengið lánaðan strásykur og ónotaðan kaffikorg.

Takið eftir glæsilegu baðherberginu. Flísar á gólfi og nægt pláss til snyrtinga. Mætti vera stærri spegill til sjálfsaðdáunar.

Einkar skemmtileg eldús aðstaða. Þarna verða bakaðar ófáar skúffukökurnar og heilsuréttunum verður raðað fram af kostgæfni.

Þarna verður tilvonandi sambýlismaður minn geymdur að mestu. Þ.e.a.s. við grillið - enda afar fær grillari. Hann er reyndar góður í öllu sem hann gerir þannig að hann fær að ferðast frjáls um húsið.