Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: 30 og klikkuð kannski?

föstudagur, nóvember 24, 2006

30 og klikkuð kannski?

Sambýlingurinn kom heim í gær með 42" plasma. Það var plöggað og svo var glápt. Ég var svo agndofa að ég horfði á allt það rusl sem fyrir fannst. Hér kemur gott dæmi um það..

Sykursætir, hommalegir, brunkukremssprautaðir og með of hvítar tennur sprönguðu þeir um sviðið - stundum í fötum en stundum á nærbrókunum einum fata. Hallærislegast af öllu var þegar sumir þeirra (sennilega þeir sem voru með mestu minnimáttarkenndina) hnikluðu ofvaxna vöðva sína framan í dáleidda áhorfendurna.
Ég hrökk við þegar ég fattaði að ég var orðin límd við skjáinn og var farin að "halda með" einum gæjanum. Sá var ekki eins pussulegur (ekki orð mamma) og restinn. Hann komst ekki einu sinni í úrslit. Mér var sama og fór í háttinn, hneyksluð af sjálfri mér.